Leður, rúskinn og pelsar

Til að hreinsa skinnfatnað þarf kunnáttu og reynsluTil að hreinsa skinnfatnað þarf kunnáttu og reynslu Efnalaugin Björg í Mjódd hefur sérhæft sig í hreinsun á skinnfatnaði frá stofnun fyrirtækisins og er sérlærður og menntaður leðursérfræðingur til staðar sem hreinsar fatnaðinn og endurvinnur með næringu og fitu.

"Til að hreinsa skinnfatnað þarf kunnáttu og reynslu, þetta er flókin og tímafrek hreinsun og vinnsla" segir Sigurður Jónsson í Efnalauginni Björg.

"Ég tók við þessari vinnslu fyrir um 40 árum þegar ég var að byrja að vinna hjá tengdaföður mínum í Efnalauginni. Hann hafði einnig lært þessa vinnslu frá frændum okkar dönum og kenndi mér í mörg ár. Þegar ég var orðinn aðeins eldri þá fór ég til Þýskalands þar sem ég lærði og menntaði mig í þessari iðn".

Sigurður hefur lært hjá frægum fyrirtækjum og nefna má til dæmis Hugo Boss, Royaltone og Leathermaster.

"Við höfum ávallt verið stolt af því að við leggjum okkur fram við að veita sem bestu þjónustu sem fáanleg er í okkar bransa og þessi menntun hefur skilað sér til eiganda skinnfatnaðar síðan 1953."

Sigurður er einnig með bestu fáanlegu efnin á markaðnum til endurvinnunar á skinni eftir hreinsun. "Ef að skinn er hreinsað og ekkert meira unnið, þá missir það mikinn lit og verður þurrt og hart viðkomu, til að sporna gegn því tekur við nokkra daga endurvinnsla þar sem fatnaðurinn er nærður með fitu og næringu sem að dregur fram upprunalega litinn og gerir flíkina sem nýja, og einnig erum við með vatnsvörn á rúskinn og leður sem að er sérhannað fyrir þannig fatnað og kemur í veg fyrir að rigningin skilji eftir sig bletti og rákir. Einnig hindrar sú vatnsvörn að blettir nái að setjast í fatnaðinn."