Um okkur

Fjölskyldufyrirtæki síðan 1953, þriðja kynslóðin er tekin við. Verið velkominn til okkar í Álfabakka 12, Mjódd og Háaleitisbraut 58-60

Efnalaugin Björg árið 1962 á horni Sólvallargötu og FramnesvegarEfnalaugin Björg árið 1962 á horni Sólvallargötu og Framnesvegar Efnalaugin Björg er ein elsta starfandi efnalaug hér á landi. Hún hefur verið starfrækt í ein 69 ár og alltaf í eigu sömu fjölskyldunnar.

Frumkvöðullinn, Magnús Kristinsson fæddist 13.október 1923 í Vestmannaeyjum þar sem hann var búsettur framan af. Árið 1940 fór Magnús til Reykjavíkur til að læra að hreinsa fatnað og á árunum 1941-1942 byggði hann ásamt yfirmanni sínum efnalaug sem staðsett var við Skólaveg í Vestmannaeyjum þar sem hann var síðan verkstjóri í 2 ár.

Hann fluttist síðan til Reykjavíkur og vann í fatahreinsun þar til hann keypti sína eigin efnalaug þann 1.október 1953, Efnalaugina Björg við Sólvallagötu 74. Á sama tíma var opnað útibú í Barmahlíð 6 sem starfrækt var í nokkur ár. Á Sólvallagötu var efnalaugin fram til ársins 1967 en þá fluttist hún að Háaleitisbraut 58-60 þar sem hún er enn til húsa. Það var svo ekki fyrr en árið 1987 að bættist við starfssemina þegar opnað var nýtt útibú við Álfabakka í Mjódd.

Í gegnum árin hefur Efnalaugin Björg haft það að megin stefnu að vanda vel til verka, veita góða þjónustu og vera með nýjustu vélar, tæki og efni á markaðnum.

Til að uppfylla þessa stefnu hefur mikil áhersla verið lögð á þjálfun og í því skyni hafa starfsmenn og eigendur sótt fjölmörg námskeið erlendis til að auka þekkingu og færni sína í hreinsun viðkvæmra flíkna.

Auk þessa er persónuleg samskipti ávallt höfð að leiðarljósi og reynt er eftir bestu getu að koma til móts við þarfir viðskiptavinarins t.d. með sveigjanlegum opnunartíma og flýtimeðhöndlun þegar svo ber undir. Fyrirtækið hefur almennt gott orðspor og er þekkt fyrir góð vinnubrögð.

Mikið er leitað til þess með ýmiss vandamál og svara þeir fjölmörgum fyrirspurnum símleiðis um bletta-hreinsun. (Traust fagmennska í fyrirrúmi). Efnalaugin Björg tekur einnig á móti þvotti. Það er mjög þægilegt fyrir viðskiptavininn að geta farið með t.d. skyrtur í þvott á sama stað og aðrar flíkur eru hreinsaðar. Ný tæki fyrir frágang á skyrtum voru keypt sem auka afkastagetu fyrirtækisins talsvert.